image description
image description

Sérfræðiþjónusta

Fjöldi einkarekinna stöðva kjósa að nota Sögu sjúkraskrárkerfi vegna fjölda kosta sem kerfið hefur upp á að bjóða.

Skipulag og stjórnun

Í Sögu eru settar upp áætlanir um þjónustu, símatíma og móttöku. Viðskiptavinir geta pantað tíma eða bókað á vefnum og fengið SMS áminningu. Hægt er að fá yfirlit yfir komur og ónýtta tíma (skróp og afbókanir). Kerfið sækir uppfærða þjóðskrá daglega.

Fjármál

Reikningagerð, uppgjör og yfirlit. Rafræn yfirlit sérfræðireikninga og efnisgjalda til Sjúkratrygginga Íslands.

Nánar
image description

Hjúkrunarheimili

Saga hentar hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra sem vilja tryggja samfellu í hjúkrunar- og læknisþjónustu með kerfisbundinni heilsufarsskráningu. Flestar öldrunarstofnanir setja sér gæðamarkmið sem öll hjúkrun er unnin eftir. Margar nýjungar má finna í nýrri útgáfu af Sögu sem stuðla að góðri yfirsýn yfir framvindu meðferðar hvers og eins. Þar má helst nefna viðmót fyrir upplýsingaskrá hjúkrunar, meðferðarskráningu, íhlutaskráningu, lífsmörk og mælingar, fjölskyldutré og tengslakort, atvikaskráningu, ofnæmis- og aðvaranaskráningu, aðstandendaskráningu og forsíðu sjúklings. Öll kóðunarkerfi sem heilbrigðisstarfsmenn eiga að nota samkvæmt tilmælum landlæknis eru aðgengileg í kerfinu, þ.e. ICD-10 sjúkdómsgreiningar, NCSP og NCSP+ aðgerðir og staðlaðar hjúkrunargreiningar og hjúkrunarmeðferðir. Að auki eru til staðar PHYSIO kóðar fyrir meðferðir sjúkraþjálfara.

Nánar
image description

Apótek

Heilbrigðislausnasvið TM Software þróar og þjónustar sérsniðið kerfi fyrir apótek: Medicor. Medicor er alhliða lyfjaafgreiðslukerfi fyrir apótek. Auk hefðbundinnar lyfjaafgreiðslu tekur Medicor á móti rafrænum lyfseðlum og sendir upplýsingar um afgreidda lyfseðla til Tryggingastofnunar. Kerfið gerir notendum kleift að „taxera" lyfseðla á skjótan og aðgengilegan hátt, nota lyfjakort, setja inn afslætti, prenta út límmiða o.s.frv.

Nánar
image description

Sjúkrahús

Saga er notuð á öllum sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum um land allt. Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil þróun í Sögu fyrir sjúkrahús í samstarfi við LSH, Velferðarráðuneytið og Embætti landlæknis. Nýtt viðmót mun smám saman taka við af gömlu eyðublöðunum þótt þau verði áfram til staðar. Smellið hér fyrir neðan á hnappinn „Nánar" til að sjá það sem Sagan hefur upp á að bjóða fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir.

Nánar
image description

Heilsugæslur

Allar heilsugæslustöðvar landsins nota Sögu. Undanfarin ár hefur verið unnið að rafrænum sendingum lyfseðla og ýmissa eyðublaða sem allar heilsugæslustöðvar eru farnar að nota. Einnig fara bólusetningar, sem skráðar eru í Sögu, beint í bólusetningagrunn Embættis landlæknis og hægt er að skrá gögn beint í Slysaskrá Íslands.

Nánar

Verið velkomin á póstlistann okkar