TM Software

Lausnir

Við erum sérfræðingar í hugbúnaðargerð á sviði veflausna, tímaskráningalausna fyrir Agile verkbókhald, heilbrigðislausna fyrir heilbrigðisstofanir og sérlausna. Lausnaframboð okkar samanstendur af okkar eigin hugbúnaðarvörum og vörum öflugra samstarfsaðila okkar.

Veflausnir

Við erum sérfræðingar í þróun veflausna og viðskiptalausna fyrir Netið. Vantar þig vefumsjónarkerfi, áheitakerfi, vefverslun, farsímavef ásamt framúrskarandi þjónustu og þekkingu.

Heilbrigðislausnir

Heilbrigðislausnir TM Software eru notaðar daglega af nokkur þúsund heilbrigðisstarfsmönnum á öllum helstu heilbrigðisstofnunum landsins auk sérfræðilækna, starfsfólki apóteka og fjölmörgum öðrum aðilum.

Tempo

TM Software selur eigið tímaskráningar- og verkbókhaldskerfi til rúmlega eitt þúsund viðskiptavina í yfir 45 löndum. Meðal viðskiptavina eru fjölmörg stórfyrirtæki og stofnanir; Kauphöllin í Lundúnum, Deutsche Bank og Intel. Öll sala á lausninni á sér stað í gegnum netið.

Sérlausnir

Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa þörf fyrir hugbúnaðarkerfi sem sinna kjarnastarfsemi þeirra en eru ekki fáanleg á almennum markaði. Við nýtum öflug þróunarverkfæri og höfum þekkingu og reynslu til að framleiða hugbúnað fyrir allar gerðir tækniumhverfa.

Viðskiptagreind

Stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja verða að geta tekið upplýstar ákvarðanir með vissu um að unnið sé með rétt gögn úr rekstri. Viðskiptagreindar-umhverfi fyrirtækja á að tryggja samþætta, markvissa og tímanlega miðlun á upplýsingum til notenda sem þurfa á upplýsingunum að halda.