TM Software

Sérlausnir

TM Software hefur smíðað fjöldann allan af sérsniðnum hugbúnaðarlausnum fyrir ólíkan hóp fyrirtækja, allt frá smáum lausnum til stærri hugbúnaðarkerfa. Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa þörf fyrir hugbúnaðarkerfi sem sinna kjarnastarfsemi þeirra en eru ekki fáanleg á almennum markaði. Við nýtum öflug þróunarverkfæri og höfum þekkingu og reynslu til að framleiða hugbúnað fyrir allar gerðir tækniumhverfa.

Okkur hefur verið treyst fyrir þróun og viðhaldi á mörgum af umfangsmestu hugbúnaðarkerfum landsins, þar á meðal þjóðskrá, ökutækjaskrá og Ölmu; lífeyristryggingakerfi Tryggingastofnunar ríkisins og eitt af meginkerfum velferðarkerfisins sem háar fjárhæðir fara í gegnum í hverjum mánuði.

Hafðu samband ef þú leitar sérlausna og/eða tilbúinna hugbúnaðarlausna til að auka tekjur og hagræða í rekstri.