TM Software

Viðskiptagreind

Stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja verða að geta tekið upplýstar ákvarðanir með vissu um að unnið sé með rétt gögn úr rekstri. Viðskiptagreindarumhverfi fyrirtækja á að tryggja samþætta, markvissa og tímanlega miðlun á upplýsingum til notenda.

Viðskiptagreindarlausnir TM Software geta aðstoðað þig við að bæta rekstrarárangur með bættri ákvarðanatöku.  Markmiðið með viðskiptagreind er að veita starfsmönnum aðgang að þeim upplýsingum sem þeir þurfa í gegnum verkfæri sem þegar eru kunnugleg og í daglegri notkun, s.s. Excel.  Notendur eiga þá auðveldara með að taka ákvarðanir og samnýta þær með öðrum í fyrirtækinu.

Við eigum ýmsar lausnir til þessa og mögulega átt þú nú þegar lausnir sem hægt er að nýta til þess að byggja upp grunn að öflugri viðskiptagreind.