TM Software

Agile hugmyndafræði - Aðferðafræði

TM Software samanstendur af hópi fólks með sérfræðiþekkingu á breiðu sviði og mikið er lagt upp úr að okkar starfsfólk sé með þekkingu á nýjustu tækni og aðferðafræði.

Við fylgjum Agile hugmyndafræði við þróun, framleiðslu, verkefnastjórn og hugsun.  Þar á meðal eru Lean Development, SCRUM, Test Driven Development,  Extreme Programming.

Megin markmið okkar er að byggja hugbúnað hratt samkvæmt síbreytilegum kröfum.  Okkar hugmyndafræði byggir á sveigjanlegri framleiðslustjórn í takt við Toyota Manufactoring sem síðar hefur orðið að SCRUM.

Við notum SCRUM stjórnunarfræði til þess að stýra hugbúnaðarverkefnum. SCRUM byggir á nútíma framleiðslufræði þar sem markmiðið er að framleiða hágæða hugbúnað sem er skilað til viðskiptavinar á 30 daga fresti eða á styttri tíma.

SCRUM skipulag og náin samvinna við viðskiptavini gerir okkur kleift að begðast við og framleiða lausnir hratt til viðskiptavina.  Hröð vinnubrögð eru og verða sífellt mikilvægari í rekstri okkar því viðskiptaumhverfi viðskiptavina okkar breytist hratt og mikilvægt er að geta brugðist hratt við verkefnum.

 

TDD -  Test Driven Development

 • Áhersla lögð á gæða forvarnir frekar en massívar lokaprófanir
 • Sjálfvirkar prófanir (GUI / UNIT)
 • Sjálfvirknivæðing

Lean Development

 • Áhersla á virði
 • Straumlínulögun á ferlum
 • Sveigjanleiki
 • Áreiðanleiki
 • Hraði
 • Hæft starfsfólk

SCRUM

 • Stuttar ítranir
 • Útkoman er ávallt prófanleg virkni/vara
 • Sjálfstjórnarteymi