Skjala- og Málameðhöndlun með Microsoft SharePoint

13.11. 09Laila Sæunn Pétursdóttir

Þann 05. nóvember var þriðji fundurinn í morgunverðarfundaröð TM Software haldinn og bar hann í þetta sinn heitið  Skjala- og Málameðhöndlun með Microsoft SharePoint.
 
Fundarstjóri var Magnús Ingi Stefánsson, hópstjóri Microsoft vara hjá TM Software. Sigvaldi Óskar Jónsson, ráðgjafi hjá TM Software, fjallaði um SharePoint og hverju þarf að huga áður en byrjað er að innleiða lausnir þar með talið var  utanumhald verkefna, samninga, gæðamála og handbóka. Þrír fulltrúar viðskiptavina TM Software sýndu síðan hvernig þau nýta sér lausnir frá TM Software . Unnur Björk Lárusdóttir, Skjalastjóri hjá Intrum fór yfir hvernig þau nýta SharePoint sem innranet og vinnusvæði starfsmanna með áherslu á skjalamál.  Emil Hilmarsson, deildarstjóri upplýsingasviðs Norðuráls, sýndi hvernig Norðurál heldur utan um samninga í SharePoint.  Aðalheiður Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá Eimskip, fór í gegnum hvernig Eimskip nýtir sér SharePoint í verkefnastjórnun. Á öllum stöðum er meðhöndlun skjala nokkuð sem SharePoint nýtist mjög vel í.

TM Software er þjónustuaðili Microsoft SharePoint og hafa ráðgjafar og hugbúnaðarsérfræðingar félagsins unnið að mörgum verkefnum fyrir viðskiptavini sína og hafa sérhannað kerfi eins og OneResponse verkefni fyrir Sameinuðu þjóðirnar til að halda utan um skjöl og samskipti aðila í aðgerðastjórnun.

Glærur fyrirlesara má nálgast hér og myndir frá ráðstefnunni hér.

Allar nánari upplýsingar varðandi SharePoint lausnir og þjónustu veitir Magnús Ingi Stefánsson, mis@tmsoftware.is.

Við viljum nota tækifærið og þakka þeim Unni, Emil og Aðalheiði innilega fyrir að deila með okkur reynslu sinni.

Verið velkomin á póstlistann okkar