Nýtt vefsvæði www.vitaferdir.is

20.08. 08Laila Sæunn Pétursdóttir

Í byrjun ágúst opnaði ný ferðaskrifstofa VITA vefsvæði sitt www.vitaferdir.is um leið og hún hóf opinberlega starfssemi sína. Vefsvæðið var sett upp af starfsmönnum TM Software í vefumsjónarkerfinu VYRE.

Helsta markmið ferðaskrifstofunnar VITA er að bjóða upp á fjölbreytt úrval skipulagðra afþreyingaferða í leiguflugi frá Íslandi til útlanda með góðri þjónustu og tryggum flugkosti á samkeppnishæfu verði. Ákveðið var að setja vefsvæði ferðaskrifstofunnar www.vitaferdir.is upp í vefumsjónarkerfinu VYRE. Á vefsvæðinu er boðið upp á alla almenna þjónustu svo sem leit og bókun ferða, upplýsingar um ferðir og Vildarklúbb Icelandair en VITA er fyrsta ferðaskrifstofan á Íslandi sem er samstarfsaðili Vildarklúbbsins.

 

Tenging við Google Maps
VYRE vefumsjónarkerfið veitir mikinn sveigjanleika við viðhald á ólíkum efniseigindum og mismunandi birtingarformi. Kerfið hentar því VITA einstaklega vel þar sem það veitir mikla möguleika við framsetningu á efni. Meðal þess sem www.vitaferdir.is bíður upp á er notkun á Google maps (http://maps.google.com/) fyrir áfangastaði og hótel þar sem staðsetning hótela innan hvers áfangastaðar er birt á korti. „Það var einstaklega gott að vinna með sérfræðingum TM Software og var þjónustan einkar hröð. VYRE kerfið bíður upp á spennandi möguleika fyrir okkur og erum við sérlega ánægð með bæði kerfið og fagmennsku sérfræðinga TM Software,“ segir Helgi Eysteinsson, framkvæmdastjóri VITA. Í framtíðinni er áætlað að tengja fleiri upplýsingar við Google maps t.a.m. veitingastaði og aðra áhugaverði staði á áfangastöðum og setja vefsvæðið upp á fleiri tungumálum.

 

Frábærar viðtökur
Einstaklega góð viðtökur voru við opnun vefsvæðisins en strax á opnunardegi höfðu 8000 einstaklingar heimsótt vefsvæðið og helmingur þeirra skráð sig í netklúbb VITA.

 

Ferðaskrifstofan VITA
Ferðaskrifstofan VITA var stofnuð í júní 2008 og er rekin af Iceland Travel, sem er dótturfélag Icelandair Group. Helsta markmið ferðaskrifstofunnar er að bjóða upp á fjölbreytt úrval skipulagðra afþreyingaferða í leiguflugi frá Íslandi til útlanda með góðri þjónustu og tryggum flugkosti á samkeppnishæfu verði.

 

TM Software
TM Software er framúrskarandi alhliða upplýsingatæknifyrirtæki sem nýtir þekkingu og hæfni starfsmanna til að styrkja starfsemi viðskiptavina. TM Software hefur meira en tveggja áratuga reynslu á markaði og er með sérstöðu í hugbúnaðarþróun, rekstri, ráðgjöf og búnaðarlausnum.

 

Verið velkomin á póstlistann okkar