MFBM: Hátt í 13 mkr. söfnuðust

20.06. 11Gísli Þorsteinsson

MFBM: Hátt í 13 mkr. söfnuðust

Hátt í 13 milljónir söfnuðust í áheitakerfi fyrir Á meðan fæturnir bera mig, söfnun til styrktar krabbameinssjúkum börnum. TM Software annaðist uppsetningu á áheitakerfinu og vef átaksins með WebMaster vefumsjónarkerfinu.

Á vefnum, sem er fullbúinn áheitavefur, var hægt að staka við framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum, bæði með greiðslukortum og GSM. Ennfremur voru ítarlegar upplýsingar um átakið, tenging við Facebook og blogg, svo dæmi séu tekin.

Tvenn hjón hlupu hringinn um landið í júní til að safna áheitum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og lögðu þau að baki 100 km á dag í fimmtán daga.

Verið velkomin á póstlistann okkar