200 mkr í gegnum áheitalausn TM Software

22.03. 12Gísli Þorsteinsson

Á tveimur árum hafa safnast nærri 200 milljónir króna í gegnum áheitakerfi sem TM Software hefur þróað og hefur lausnin virkjað stóra hópa fólks til vitundar og virkni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu 22. mars.

"Áheitakerfið kom m.a. til vegna dvínandi áhuga á sjónvarpssöfnunum og öðrum hefðbundnum söfnunarleiðum. Úr varð lausn sem virkjar einstaklingana og nýtir sér m.a. vinsældir samfélagsmiðla til að auka sýnileika og hvetja fólk til að láta eitthvað að hendi rakna til góðs málefnis," segir Brynjar Kristjánsson hjá TM Software.

Næsta skref er að gera áheitakerfið enn aðgengilegra og sjálfvirkara, segir í Morgunblaðinu. "Við vinnum nú að því að opna vefinn www.aheit.is, þar sem hver sem er getur stofnað sitt svæði utan um sitt verkefni og byrjað að safna áheitum. Kerfið er frá grunni tengt við áheitalausnir símafyrirtækjanna og við greiðslukortafyrirtækin, svo það er strax hægt að byrja að taka á móti framlögum," segir Brynjar og bætir við að vonir standi til að bjóða lausnina á erlendum mörkuðum þegar fram í sækir. Verður sennilega byrjað á Norðurlöndunum en áheitakerfið ætti að geta stutt við fjáraflanir um allan heim ef því er að skipta, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

 

Verið velkomin á póstlistann okkar