Sala á Tempo margfaldast

13.07. 12Gísli Þorsteinsson

Tempo er nú söluhæsta viðbótin á sölutorgi upplýsingafyrirtækisins Atlassian sem stefnir óðum að verða með stærri markaðstorgum fyrir viðskipti á fyrirtækja-lausnum. Það stefnir í að velta Tempo af sölu verði 300% meiri en í fyrra.

Tempo, sem er tímaskráningar- og áætlunargerðarviðbót fyrir Atlassian JIRA, hefur nú um 2000 viðskiptavini í 70 löndum, þ.á.m. mörg stærstu fyrirtæki heimsins eins og Deutsche Bank, Intel og AT&T.

"Stór og meðalstór fyrirtæki flykkjast í viðskipti til okkar en við erum líka með alla breiddina allt frá sprotafyrirtækjum, sem staðfestir sveigjanleika hugbúnaðarins", segir Pétur Ágústsson hjá Tempo hluta TM Software.

Tempo er starfseining innan TM Software sem hefur verið rekin sem sproti og hefur tileinkað sér Lean Startup fyrirkomulagið. Nú starfa um það bil 10 manns við Tempo hjá TM Software.

Sjá nánar á vef Tempo og markaðstorg Atlassian.

Verið velkomin á póstlistann okkar