TM Software

Atlassian

Atlassian þróar öflugar veflausnir sem bjóða fólki upp á samvinnu og auðveldari samskipti. Hugbúnaðurinn frá Atlassian nýtur mikilla vinsælda um allan heim og eru viðskiptavinir þeirra yfir 25.000.

Confluence

Confluence er hópvinnukerfi sem tengir saman starfsmenn. Með markvissri notkun á Confluence geta starfsmenn minnkað tölvupóstnotkun, fækkað fundum og deilt þekkingu með samstarfsmönnum eða öðrum. Hægt er að stýra aðgangi að kerfinu með einföldum hætti.

Meira

JIRA

JIRA er öflugt verkbeiðna- og þjónustukerfi sem gefur bæði stjórnendum, starfsmönnum og viðskiptavinum góða yfirsýn. JIRA keyrir í vafra og er mjög sveigjanlegt sem gerir fyrirtækjum kleift að útfæra og aðlaga það að þörfum sínum og viðskiptaferlum.

Meira

Tempo

Tempo tímaskráningarkerfið er viðbót við verkbeiðna- og þjónustukerfið JIRA frá ástralska hugbúnaðarfyrirtækinu Atlassian og gerir notendum mögulegt að tengja við tímaskráningar og koma í veg fyrir tvískráningar beiðna og reikninga. Kerfið var upphaflega þróað til innanhússnota en vegna mikillar eftirspurnar var það sett í sölu í gegnum netið með góðum árangri.

Meira