TM Software

Gæðahandbókin í SharePoint

Skipulag og aðgengi

Öll skjöl gæðahandbókarinnar eru vistuð á einum stað og aðgengileg með vafra. Hægt er að flokka skjölin á mismunandi vegu sem og útbúa ólíkar sýnir á efnið. Dæmi um slíkar sýnir eru:

• Flokkun eftir tegundum skjala
• Flokkun eftir umsjónarmönnum

Einnig er hægt að sía hverja sýn fyrir sig, t.d.
• Birta öll skjöl ákveðins umsjónarmanns
• Birta öll skjöl sem vísa í ákveðna staðla, t.d. ISO 9001

Stíf aðgangsstjórnun er að efni handbókarinnar og hægt að setja upp aðgangshópa og veita þeim aðgang að mismunandi hlutum hennar.

 

Skjalategundir, sniðmát og útgáfustýring

Tegund og form skjalanna getur verið mismunandi og hægt er að setja fram vísanir í ytra efni sem ekki er beint hluti af gæðahandbókinni. Verklagsreglur, vinnulýsingar og fleiri slík skjöl eru vistuð beint í kerfinu en fyrir eyðublöð og gátlista, sem fylla skal út í sérstökum rafrænum formasöfnum, eru settar inn tilvísanir þannig að stjórnun og viðhald þeirra sé á sama hátt og annarra skjala.
Útgáfustýring Gæðahandbókar TM Software er þannig að mismunur er á vinnuútgáfum og samþykktum, birtum, skjölum. Hægt er að stýra aðgangi á mismunandi hátt fyrir þessar útgáfur sem þýðir að umsjónarmenn efnis geta verið að gera breytingar á skjali sem er í vinnuútgáfu á meðan aðrir starfsmenn sjá síðustu samþykktu útgáfu.

 

Ferlar og viðhald skjala

Það er eitt af megin verkefnum kerfis fyrir gæðahandbók að auðvelda yfirsýn, viðhald og samþykkt skjala í handbókinni. Í Gæðahandbók TM Software eru sjálfvirk verkferli til þess að senda skjöl í rýni sem og að senda þau til samþykktar.

Skjöl gæðahandbókar skal rýna með reglulegu millibili og því mikilvægt að upplýsingar um skjöl sem eru að komast á tíma séu sem aðgengilegastar. Með Gæðahandbók TM Software er hægt að nota sýnir til þess að birta lista yfir þessi skjöl eða sjálfvirk verkferli sem stofna mál á viðkomandi umsjónarmann.

 

Leit

Þrátt fyrir gott aðgengi að skjölum gæðahandbókarinnar með sýnum á skjalasafnið þá koma upp þau tilfelli að leita þurfi að ákveðnum skjölum. Gæðahandbók TM Software er með innbyggða textaleit sem leitar í innihaldi skjala handbókarinnar.

 

Mismunandi útgáfur

Grunnuppsetning Gæðahandbókar TM Software er byggð á Windows SharePoint Services, þ.e. þjónustu sem fylgir Windows Server 2003 og 2008. Þetta þýðir að þeir sem eru þegar með þessa miðlara þurfa ekki að fara í aukakostnað til þess að setja upp SharePoint hjá sér.

Gæðahandbók TM Software er einnig hægt að byggja ofan á Microsoft Office SharePoint Server og bætast þá við ýmsir möguleikar varðandi verkferli, aðgang að efni og vefpörtum, verkferli, leit og fleira.

 

Hafðu samband

Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um Gæðahandbókina í SharePoint, eða upplýsingar um aðra SharePoint vöru eða þjónustu TM Software, hafðu þá samband við okkur í síma 545-3000 eða í tölvupóstfangið sharepoint@tmsoftware.is.

Tengdar vörur