Ferðast á Instagram

24.02. 17Sigurlaug SturlaugsdóttirLestrartími um 2 mínútur

Árið 2016 var 98,5 milljón ferðatengdum myndum deilt á Instagram. Það ætti því ekki að koma á óvart að fjölmargir nýta sér Instagram til að fá hugmyndir fyrir næsta ferðalag.

Úrval myndefnis getur verið gífurlega fjölbreytt og sýnt margar ólíkar upplifanir af sama áfangastaðnum. Þannig eiga ferðamenn auðveldara með að fá tilfinningu fyrir staðnum þar sem hægt er að sjá t.d. hvaða afþreying er í boði, hvaða veitingastaðir eru vinsælir og hvernig aðrir ferðamenn sem og innfæddir upplifa og lýsa staðnum.

Á Instagram er bæði er hægt að leita eftir efni sem er merkt með ákveðnum myllumerkjum (e. “hashtags”) eða leita eftir staðsetningu og þannig sjá vinsælasta og nýjasta efnið sem tengist því sem leitað er að.

Ferðamenn geta því á einfaldan hátt skoðað efni á Instagram sem er tengt þeim áfangastöðum sem þeir hafa áhuga á. En hvað stóð upp úr á síðasta ári? 

Ferðaárið 2016 á Instagram

Höfundur

Sigurlaug Sturlaugsdóttir
 

Sigurlaug Sturlaugsdóttir

Sigurlaug er vefráðgjafi hjá Ferðalausnum TM Software. Hún hóf störf hjá TM Software 1. júní 2012 en hefur starfað við vefmál frá árinu 2001. Sigurlaug er með MA-gráðu í ensku frá Háskóla Íslands.

Sigurlaug bloggar um hinar ýmsu hliðar veflausna, en þar má nefna vefþróun, vefumsjón, efnisumsýslu, upplifun notenda (UX) og notendaviðmót (UI).

Verið velkomin á póstlistann okkar