Ferðamálastofa Skotlands kynnir landið með smáforriti

06.03. 17Sigurlaug SturlaugsdóttirLestrartími um 2 mínútur

Ferðamálastofa Skotlands gaf á dögunum út smáforrit (e. "app") sem nýtir sér m.a. sýndarveruleika til að kynna Skotland og vinsælustu staði landsins.

Í smáforritinu er hægt er að ferðast um Skotland með gagnvirku landakorti og skoða 26 vinsæla ferðamannastaði, þar á meðal Edinborgarkastaladómkirkjuna í Glasgow og fæðingarstað Robert Burns.

Staðina er hægt að skoða í þrívídd og á 360° myndum og myndböndum. Einnig er boðið upp á sýnishorn af skosku dýralífi auk þess sem hægt er að skoða norðurljósin.

Notendur þurfa að nota Google Cardboard til að upplifa sýndarveruleikann.

Höfundur

Sigurlaug Sturlaugsdóttir
 

Sigurlaug Sturlaugsdóttir

Sigurlaug er vefráðgjafi hjá Ferðalausnum TM Software. Hún hóf störf hjá TM Software 1. júní 2012 en hefur starfað við vefmál frá árinu 2001. Sigurlaug er með MA-gráðu í ensku frá Háskóla Íslands.

Sigurlaug bloggar um hinar ýmsu hliðar veflausna, en þar má nefna vefþróun, vefumsjón, efnisumsýslu, upplifun notenda (UX) og notendaviðmót (UI).

Verið velkomin á póstlistann okkar