Aer Lingus slær í gegn á Snapchat

15.03. 17Sigurlaug SturlaugsdóttirLestrartími um 2 mínútur

Írska flugfélagið Aer Lingus var fyrsta flugfélagið sem byrjaði að nota Snapchat, í lok mars 2014, en þá flaug félagið sitt fyrsta flug á nýrri áætlunarleið frá Dublin til San Fransisco. Aer Lingus birti myndir og myndbönd úr fluginu á Snapchat til að kynna þessa nýju áætlunarleið fyrir fylgjendum sínum.

Síðastliðin þrjú ár hefur flugfélagið notað Snapchat til að kynna starfsemi sína og sýna hvað gerist á bak við tjöldin hjá starfsmönnum sínum.

Þar má nefna svipmyndir úr daglegu starfi flugmanna og flugþjóna en einnig hafa verið birtar myndir og myndbönd þegar flogið er á hátíðisdögum, t.d. á þjóðhátíðardegi Írlands, degi Heilags Patreks, þann 17. mars.

Að auki hafa starfsmenn Aer Lingus lagt sig fram við að sýna áfangastaði félagsins frá ýmsum sjónarhornum auk þess sem sýnt hefur verið frá viðburðum félagsins.

Aer Lingus hefur hlotið mikla athygli fyrir að sýna Snapchat fylgjendum sínum nýjar hliðar á félaginu og starfsmönnum þess og er talið eitt af skemmtilegustu fyrirtækjunum á Snapchat í dag.

Aer Lingus á samfélagsmiðlum:

Höfundur

Sigurlaug Sturlaugsdóttir
 

Sigurlaug Sturlaugsdóttir

Sigurlaug er vefráðgjafi hjá Ferðalausnum TM Software. Hún hóf störf hjá TM Software 1. júní 2012 en hefur starfað við vefmál frá árinu 2001. Sigurlaug er með MA-gráðu í ensku frá Háskóla Íslands.

Sigurlaug bloggar um hinar ýmsu hliðar veflausna, en þar má nefna vefþróun, vefumsjón, efnisumsýslu, upplifun notenda (UX) og notendaviðmót (UI).

Verið velkomin á póstlistann okkar