Dagleg notkun á snjalltækjum

29.03. 17Sigurlaug SturlaugsdóttirLestrartími um 2 mínútur

Google sendi nýlega frá sér greiningu á daglegri notkun snjalltækja en útbreiðsla snjalltækja hefur breytt hegðun notenda á vefnum enda geta þeir núna nálgast upplýsingar hvenær sem er og hvar sem er.

Tækjanotkun á dag:

 1. Snjallsími: 80%
 2. Tölva: 67%
 3. Spjaldtölva: 16%

Hversu mikill tími á dag:

 1. Snjallsími: 170 mín.
 2. Tölva: 120 mín.
 3. Spjaldtölva: 75 mín.

Fjöldi tækja á dag:

 • 57% nota fleiri en eitt snjalltæki
 • 21% nota líka snjalltæki á meðan þeir eru í tölvunni

Notendur flakka á milli snjalltækja í gegnum daginn og þegar heim er komið nota 1/5 notenda snjalltæki á meðan þeir eru í tölvunni. Þetta flakk á milli tækja gerir það að verkum að notendur ætlast til þess að upplifun þeirra, hvort sem er af ákveðnu vörumerki eða vef, sé hin sama í öllum tækjum.

Snjallsímar eru daglega mest notaðir:

 1. Heima
 2. Í vinnunni
 3. Í verslunum
 4. Á veitingastöðum og börum

Ferðatengt efni sem mest er leitað að:

 • Snjallsími: Leigubílar, viðburðir og veitingahús á áfangastaðnum
 • Spjaldtölva/tölva: Ferðatryggingar, útilegur, borgarferðir

Daglega notar 1 af hverjum 4 notendum eingöngu snjallsíma til að vafra á netinu. Það eru 2x fleiri notendur en þeir sem nota eingöngu tölvu. Það er því mikilvægt að vefir fyrirtækja séu skalanlegir en það er eitt af þeim atriðum sem stuðlar að betri sýnileika í leitarniðurstöðum á snjalltækjum. 

Google gefur reglulega út greiningar og skýrslur á vefnum thinkwithgoogle.com. Þar er meðal annars að finna efnið sem stuðst er við í þessari grein:

Höfundur

Sigurlaug Sturlaugsdóttir
 

Sigurlaug Sturlaugsdóttir

Sigurlaug er vefráðgjafi hjá Ferðalausnum TM Software. Hún hóf störf hjá TM Software 1. júní 2012 en hefur starfað við vefmál frá árinu 2001. Sigurlaug er með MA-gráðu í ensku frá Háskóla Íslands.

Sigurlaug bloggar um hinar ýmsu hliðar veflausna, en þar má nefna vefþróun, vefumsjón, efnisumsýslu, upplifun notenda (UX) og notendaviðmót (UI).

Verið velkomin á póstlistann okkar