Leitarvélabestun fyrir raddleit

12.04. 17Sigurlaug SturlaugsdóttirLestrartími um 3 mínútur

Raddleit (e. voice search) færist stöðugt í aukana en samkvæmt Google nota 20% notenda raddleitir til að afla sér upplýsinga í gegnum snjalltæki.

Ef bætt er við forritum sem taka við raddskipunum á borð við Siri, Cortana, Amazon Alexa og Google Assistant þá hækkar tala notenda sem nýta sér þessa tækni.

Amazon sló í gegn í fyrra með Amazon Echo og nú hefur Google blandað sér í baráttuna með Google Home. Áhugi almennings á þessum snjalltækjum og möguleikanum á því að nota röddina til að afla sér upplýsinga í gegnum þau sýna að þarna er vaxandi markaður á ferðinni en því hefur verið spáð að raddleitir verði 50% allra leita árið 2020.

Hvar er raddleit notuð?

 • Heimavið: 43%
 • Í bílnum: 36%
 • Á ferðinni: 19%
 • Í vinnunni: 3%

Hvenær er raddleit notuð? 

 • Þegar verið er að nota hendur og eða sjón í annað: 61%
 • Til að fá fljótari niðurstöður: 30%
 • Þegar erfitt að nota lyklaborðið á ákveðnu snjalltæki: 24%
 • Það er skemmtilegra: 22%
 • Það er auðveldara: 12%
 • Annað: 1%

Hvernig er raddleit notuð?

Raddleit inniheldur löng orðasambönd, heilar setningar og spurningar

Notendur vilja vita:

 • Hver (e. who)
 • Hvað (e. what)
 • Hvar (e. where)
 • Hvenær (e. when)
 • Hvernig (e. how)

Raddleitarvélabestun á vef

1. Skrifa texta fyrir vef

 • Skrifa textann út frá þörfum notenda.
 • Fyrirsagnir eiga að vera stuttar og lýsandi.
 • Allur texti á að vera stuttur og hnitmiðaður.
 • Mikilvægustu upplýsingarnar eiga að koma fyrst (pýramídi á hvolfi).

2. Svara spurningum

Textinn á vef fyrirtækis þarf að svara spurningum notenda og um leið endurspegla þau orðasambönd sem notendur eru líklegir til að nota í raddleit.

Forðast skal langar málsgreinar, háfleyga texta og fjölda lýsingarorða.

3. Nota eðlilegt talmál

Málfarið á vef fyrirtækis þarf að vera í takt við eðlilegt talmál en það gerir efni vefsins aðgengilegra og eykur líkurnar á því að raddleitarniðurstöður skili viðeigandi efni.

4. Birta réttar upplýsingar 

Þar sem svæðisbundnar (e. local) raddleitir eru sífellt að aukast er einnig mikilvægt að fyrirtæki hafi réttar upplýsingar um heimilisfang, símanúmer og opnunartíma á vefnum svo að raddleit eins og t.d. veitingastaðir nálægt mér (e. restaurants near me) skili réttum niðurstöðum.

Hvað er framundan?

Næstu mánuðir og ár munu leiða í ljós nýjar áskoranir í leitarvélabestun þar sem tækninni fleygir stöðugt fram og sífellt fleiri gögn varðandi notkun á raddleit verða til.

Eins og alltaf verða fyrirtæki að vera meðvituð um tækninýjungar og hvaða áhrif þær hafa á hegðun notenda.

Höfundur

Sigurlaug Sturlaugsdóttir
 

Sigurlaug Sturlaugsdóttir

Sigurlaug er vefráðgjafi hjá Ferðalausnum TM Software. Hún hóf störf hjá TM Software 1. júní 2012 en hefur starfað við vefmál frá árinu 2001. Sigurlaug er með MA-gráðu í ensku frá Háskóla Íslands.

Sigurlaug bloggar um hinar ýmsu hliðar veflausna, en þar má nefna vefþróun, vefumsjón, efnisumsýslu, upplifun notenda (UX) og notendaviðmót (UI).

Verið velkomin á póstlistann okkar