Hraðari vefsíður með AMP HTML frá Google

09.05. 17Hrafnkell KonráðssonLestrartími um 3 mínútur

Notkun snjallsíma hefur á skömmum tíma valdið straumhvörfum í neyslu og miðlun upplýsinga. Kröfur notenda um aukinn hraða við upplýsingaöflun, notendavænni lausnir og einfaldara umhverfi hafa vaxið jafnt og þétt. Samhliða þessu hafa vefsíður orðið efnisríkari og þyngri og taka því lengri tíma að birtast í vafra en léttari síður. 

Google tæklar hraðann

Google vill að efnisríkar síður sem innihalda t.d. myndir og myndbönd séu leifturhraðar og að notendur þurfi ekki að bíða eftir að efnið birtist. 

AMP HMTL síður eru afrakstur verkefnis á vegum Google sem snýst um að finna nýjar leiðir til auka hraða á gagnaflutningum svo notendur fái efnið samstundis.

„At Google, we don't plan on stopping until the web is instant, so that when you click on a link the site loads immediately, and when you play a video it starts without delay. What amazing things could happen then?"

Hvernig virkar AMP HTML síða?

AMP stendur fyrir "Accelerated Mobile Pages" eða hraðari snjallsímasíður. Á AMP síðu er búið er að taka út mörg þau element sem venjulega valda því að síða er lengur að hlaðast upp í vafra, eins og t.d. kökur (e. cookies) og JavaScript frá þriðja aðila (e. third party JavaScripts).

AMP síða er hýst hjá Google og birtist inni í Google leitarniðurstöðunum. Vefsíður sem styðja AMP eru því mun hraðari en síður án AMP og þeim er jafnframt forgangsraðað í leitarniðurstöðunum hjá Google. 

Fjölbreytt útlit og virkni AMP HTML síðna

AMP síður bjóða upp á fjölbreytta möguleika til að koma vörum fyrirtækja fyrir sjónir viðskiptavina, m.a. með sérstökum vörusíðum (e. product pages) og vöruflokkasíðum (e. product category) í ætt við það sem sjá má hjá Facebook.

Möguleikar á birtingu efnis eru nánast óþrjótandi. Texti, myndir og hljóð í öllum mögulegum útfærslum, auglýsinga- eða myndarunur (e. "carousel"), "sticky-ads", blogg, vlogg, listi með valmöguleikum og margt fleira.

Hægt er að birta pósta, myndbönd o.fl. af öllum helstu samfélagsmiðlum, t.d. Facebook, Instagram, Twitter og Pinterest ásamt myndböndum af YouTube, Vimeo og fleiri miðlum.

AMP styður einnig "google-vrview-image extension" sem gerir mögulegt að fella 360° VR efni inn í AMP síður.

Markaðssetning með AMP HTML síðum

Þó AMP síður séu vistaðar hjá Google hafa eigendur vefsíðunnar möguleika á að nýta sér allar helstu leiðir við prófanir og markaðssetningu síðunnar.

Hægt er að framkvæma A/B prófanir fyrir markaðsetningu á vörum, skoða viðbrögð við mismunandi útliti og/eða skilaboðum o.fl. sem eykur skilvirkni markaðsstarfs.

Setja má upp tilraunir af ýmsum toga á AMP síðum s.s. til að kanna upplifun notenda, hversu vel eða illa þeim gengur a framkvæma tilteknar aðgerðir og þess háttar.

AMP Analytics er síðan greiningartól í ætt við Google Analytics sem gefur yfigripsmikla tölfræði um það sem skiptir máli.

Er vefurinn þinn með AMP HTML síður?

Stuðningurinn við AMP síður er sífellt að verða meiri og margir vafrar auk Chrome vafrans eru farnir að styðja AMP HTML.

Núna er því rétti tíminn til að fara að huga að því að innleiða AMP síður á vefinn þinn. Þér er velkomið að hafa samband við okkur hjá TM Software ef þú vilt læra meira um AMP og fá okkar aðstoð við að nýta þér AMP HTML á vefnum þínum. 

Höfundur

Hrafnkell Konráðsson
 

Hrafnkell Konráðsson

Hrafnkell er vöru- og þróunarstjóri netmarkaðsetningar hjá Ferðalausnum TM Software. Hann hefur mikla reynslu af rafrænni sölu- og markaðsetningu innan ferðaþjónustunnar og bloggar um mál tengd markaðssetningu á netinu, samfélagsmiðla, vefmælingar, netsölu og viðskiptaþróun í netheimum. 

Verið velkomin á póstlistann okkar