TM Software er fyrirtæki ársins 2017

19.05. 17Kristján EinarssonLestrartími um 2 mínútur

Það er okkur sannur heiður að hljóta viðurkenninguna Fyrirtæki ársins 2017. Fyrirtæki ársins árið 2017 voru valin í könnun meðal félagsmanna VR og þúsunda annarra starfsmanna á almennum vinnumarkaði dagana 2. febrúar til 22. mars.

Fimm efstu fyrirtækin í hverjum stærðarflokki fá titilinn Fyrirtæki ársins. TM Software var í hópi fjögurra annarra fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri sem hlutu titilinn í ár.

Við hjá TM Software erum ákaflega stolt af því starfsfólki sem hér starfar og metum mikils tilnefninguna frá VR. Það skiptir okkur máli að starfsfólki okkar líði vel og lítum við á þessa viðurkenningu sem hvatningu til að standa okkur í stykkinu og halda áfram að gera vel, og jafnvel enn betur!

Takk fyrir starfsmenn TM Software fyrir að gera vinnustaðinn okkar að því sem hann er og til hamingju með þessar flottu niðurstöður.

Fyrirtæki ársins 2017

Tekið af vefsíðu VR:

"TM Software fékk 4,44 í heildareinkunn í ár sem er umtalsverð hækkun frá 2016 en þá var heildareinkunnin 4,14. Hæsta einkunn TM Software í ár er fyrir sveigjanleika í vinnu eða 4,72. Starfsandinn fær næsthæstu einkunn, 4,62. Einkunn fyrir launakjör er lægst eins og hjá öðrum fyrirtækjum í þessum stærðarflokki eða 3,8.

Allar einkunnir TM Software hækka á milli ára, sumar umtalsvert, einkunn fyrir þáttinn stjórnun hækkar mest á milli ára eða úr 3,99 í 4,52."

Fyrirtæki ársins 2017

Verið velkomin á póstlistann okkar