image description

Heilsugæslur

Allar heilsugæslustöðvar landsins nota Sögu. Undanfarin ár hefur verið unnið að rafrænum sendingum lyfseðla og ýmsa eyðublaða sem allar heilsugæslustöðvar eru farnar að nota. Einnig fara bólusetningar, sem skráðar eru í Sögu - sjúkraskrá, beint í bólusetningagrunn landlæknis og hægt er að skrá gögn beint í Slysaskrá Íslands.

Komið er nýtt skráningarviðmót fyrir ung- og smábarnavernd og einnig er komið nýtt vaxtalínurit. Einnig er aðgangur að ofnæmis- og aðvaranaskráningu, atvikaskráningu og nýrri forsíðu sjúklings. Nýtt viðmót fyrir skráningu mæðraverndar og heimahjúkrunar er einnig í mótun.

Útgáfa 37 af Sögu innheldur m.a. Samtengingu grunna og aðgang að lyfjagagnagrunni í gegnum forsíðu sjúklings. 

Vera er nýjung í útgáfu 37 af Sögu og er í innleiðingu víðs vegar um landið. Vera heilsuvefur er öruggt vefsvæði (www.heilsuvera.is) þar sem almenningur getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna í gegnum Sögu og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrár, s.s. lyfseðla og bólusetningar. Samskiptin verða sjálfkrafa hluti af sjúkraskránni. Einstaklingur getur óskað eftir endurnýjun lyfseðla í gegnum Veru og bókað tíma ef heilsugæslustöð býður upp á það. Á einfaldan máta geta læknar endurnýjað og hafnað ósk um lyfjaendurnýjun í gegnum Samskiptaborð Veru í Sögu.

Ef þú vilt fá nánari upplýsingar hikaðu þá ekki við að hafa samband við þjónustudeildina í síma 545-3333 eða á thjonusta@tmsoftware.is

Verið velkomin á póstlistann okkar