image description

Hjúkrunarheimili

Kerfið hentar hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra sem vilja tryggja samfellu í hjúkrunar- og læknisþjónustu með kerfisbundinni heilsufarsskráningu. Flestar öldrunarstofnanir setja sér gæðamarkmið sem öll hjúkrun er unnin eftir. Margar nýjungar má finna í nýrri útgáfu af Sögu sem stuðla að góðri yfirsýn yfir framvindu meðferðar hvers og eins. Þar má helst nefna viðmót fyrir upplýsingaskrá hjúkrunar, meðferðarskráningu, íhlutaskráningu, lífsmörk og mælingar, fjölskyldutré og tengslakort, atvikaskráningu, ofnæmis- og aðvaranaskráningu, aðstandendaskráningu og forsíðu sjúklings. Öll kóðunarkerfi sem heilbrigðisstarfsmenn eiga að nota samkvæmt tilmælum landlæknis eru aðgengileg í kerfinu, þ.e. ICD-10 sjúkdómsgreiningar, NCSP og NCSP+ aðgerðir og staðlaðar hjúkrunargreiningar og hjúkrunarmeðferðir. Að auki eru til staðar PHYSIO kóðar fyrir meðferðir sjúkraþjálfara.

Þegar Embætti landlæknis óskar eftir upplýsingum fyrir heilbrigðistölfræði eða vegna eftirlits liggja þær upplýsingar fyrir. Kerfið sendir gögn beint í bólusetningargrunninn og Slysaskrá Íslands og upplýsingar varðandi vistunarupplýsingar og skráningar- og tilkynningaskylda sjúkdóma.

Viðskiptavinir:

 • Ás, Hveragerði
 • Droplaugarstaðir, Reykjavík
 • Fjarðabyggð, Eskifirði
 • Hrafnista
  • Kópavogi
  • Reykjavík
  • Hafnarfirði
  • Hlévangur
  • Nesvellir
 • Hraunbúðir, Vestmannaeyjum
 • Höfði, Akranesi
 • Ísafold, Garðabæ
 • Jaðar, Ólafsvík
 • Lundur, Hellu
 • Naust, Þórshöfn
 • Seljahlíð, Breiðholti
 • Sjálfsbjargarheimilið, Reykjavík
 • Skjól, Reykjavík
 • Skógarbær, Breiðholti
 • Sóltún, Reykjavík
 • Sólvangur, Hafnarfirði
 • Sunnuhlíð , Kópavogi
 • Öldrunarheimili Akureyrar

Ef þú vilt fá nánari upplýsingar hikaðu þá ekki við að hafa samband við þjónustudeildina í síma 545-3333 eða á thjonusta@tmsoftware.is.

Verið velkomin á póstlistann okkar