image description

Sérfræðiþjónusta

Fjöldi einkarekinna stöðva kjósa að nota Sögu sjúkraskrárkerfi vegna fjölda kosta sem kerfið hefur upp á að bjóða. Saga nýtist sérfræðingum við dagleg störf þeirra á eftirfarandi sviðum: Skipulag og stjórnun, Fjármál, Sjúkraskrá - klínínsk skráning.

Skipulag og stjórnun

Í Sögu eru settar upp áætlanir um þjónustu, símatíma og móttöku. Viðskiptavinir geta pantað tíma eða bókað á vefnum og fengið SMS áminningu. Hægt er að fá yfirlit yfir komur og ónýtta tíma (skróp og afbókanir). Kerfið sækir uppfærða þjóðskrá daglega.

Fjármál

Reikningagerð, uppgjör og yfirlit. Rafræn yfirlit sérfræðireikninga og efnisgjalda til Sjúkratrygginga Íslands.

Sjúkraskrá - klínísk skráning

Hægt er að senda lyfseðla rafrænt í apótek, senda rafræn eyðublöð eins og læknabréf, tilvísanir, rannsóknarbeiðnir og niðurstöður rannsókna. Í kerfinu eru ýmis sérhæfð eyðublöð fyrir t.d. augn-, barna-, bæklunar-, húðsjúkdóma- og kvensjúkdómalækna, auk fæðingartilkynninga, sykursýkisskrár, aðgerðalýsingar og svæfingaskrár sem og öll nauðsynleg eyðublöð og vottorð Tryggingastofnunar, Sjúkratrygginga Íslands og Vinnumálastofnunar. Einnig er hægt að setja inn viðhengi óháð tegund eða tengja beint við jaðartæki, eins og prentara. Forsíða sjúklingsins gefur heildaryfirlit um skráðar upplýsingar skjólstæðingsins.

Þegar Embætti landlæknis óskar eftir upplýsingum fyrir heilbrigðistölfræði eða vegna eftirlits liggja þær upplýsingar fyrir. Kerfið sendir gögn beint í bólusetningargrunninn og Slysaskrá Íslands. Einnig eru send gögn um lágmarksskráningu vistunarupplýsinga og tilkynningaskylda sjúkdóma.

Vera er nýjung í útgáfu 37 af Sögu og er í innleiðingu víðs vegar um landið. Vera heilsuvefur er öruggt vefsvæði (www.heilsuvera.is) þar sem almenningur getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna í gegnum Sögu og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrár, s.s. lyfseðla og bólusetningar. Samskiptin verða sjálfkrafa hluti af sjúkraskránni. Einstaklingur getur óskað eftir endurnýjun lyfseðla í gegnum Veru og bókað tíma ef stöðin býður upp á það. Á einfaldan máta geta læknar endurnýjað og hafnað ósk um lyfjaendurnýjun í gegnum Samskiptaborð Veru í Sögu.

Klínísk skráning lækna er í þróun með áherslu á hraðskráningu.

Viðskiptavinir: 

 • Augljós
 • Augnaráð
 • Augnlæknar Kringlunni
 • Augnlæknar Reykjavíkur
 • Augnlæknastofan Glæsibæ
 • Björgvin Bjarnason, heimilislæknir Domus Medica
 • Bláa lónið
 • Frumurannsókn Glæsibæ
 • Handlæknastöðin Glæsibæ
 • Heilsuvernd
 • Heimilislæknar Uppsölum
 • Heimilislæknastöðin Lágmúla
 • Heyrnar- og talmeinastöð Íslands
 • Hjartamiðstöðin
 • Húðlæknastöðin
 • Húðstofan ehf.
 • Íslensk myndgreining Orkuhúsinu
 • Ljósið
 • Læknasetrið
 • Læknastöðin Orkuhúsinu
 • Læknastöð Vesturbæjar
 • Læknavaktin
 • Ósk Ingvadóttir Læknastofur
 • Reykjalundur
 • Röntgen Domus
 • Sérfræðistöðin Glæsibæ
 • Sérfræðistöðin Uppsölum
 • Sjónlag
 • Útlitslækning
 • Vefjarannsóknarstofan
 • Vinnuvernd
 • Össur
 • Klíníkin

Ef þú vilt fá nánari upplýsingar hikaðu þá ekki við að hafa samband við þjónustudeildina í síma 545-3333 eða á thjonusta@tmsoftware.is

Verið velkomin á póstlistann okkar