image description

MEDICOR - Lyfjaafgreiðsla

Medicor er alhliða lyfjaafgreiðslukerfi fyrir apótek. Auk hefðbundinnar lyfjaafgreiðslu tekur Medicor á móti rafrænum lyfseðlum og sendir upplýsingar um afgreidda lyfseðla til Tryggingastofnunar. Kerfið gerir notendum kleift að „taxera" lyfseðla á skjótan og aðgengilegan hátt, nota lyfjakort, setja inn afslætti, prenta út límmiða o.s.frv.

Kerfið tengist birgðakerfunum Fjalari og DK og einfalt er að útfæra tengingu við önnur birgðakerfi, sé þess óskað. Auk þess „talar" Medicor við helstu kassakerfi sem eru í notkun á Íslandi. Medicor hefur verið í notkun síðan árið 2000 og hefur á því tímabili verið þróað til að mæta þeim kröfum sem gerðar eru til lyfjaafgreiðslukerfis á íslenskum markaði.

Hvernig þjónustar TM Software mig þegar ég nota Medicor?
Þjónustuver TM Software heilbrigðislausna þjónustar viðskiptavini sína sem nota lyfjaafgreiðslukerfið Medicor með því að svara beiðnum og spurningum viðskiptavina. Þjónustuver TM Software leiðbeinir viðskiptavinum sínum gjarnan með fjarvinnsluhugbúnaðinum Teamviewer, þar sem hægt er að yfirtaka vél þeirra og sýna þeim ákveðna virkni í Medicor og aðstoða við að leysa vandamál. Þjónustuverið sér einnig um að kenna viðskiptavinum á Medicor og uppfæra kerfið.

Hverjir nota Medicor?
Um þriðjungur apóteka á landinu kjósa að nota Medicor og eru það eftirfarandi aðilar:

 • Akureyrar apótek
 • Apótek Garðabæjar
 • Apótek Hafnarfjarðar
 • Apótek MOS
 • Apótek Ólafsvíkur
 • Apótek Suðurnesja
 • Apótek Vesturlands
 • Austurbæjarapótek
 • Árbæjarapótek
 • Borgarapótek
 • Farmasía
 • Garðsapótek
 • Hraunbergsapótek
 • LSH apótek
 • Lyfjaval Álftamýri
 • Lyfjaval Bílaapótek
 • Lyfjaval Mjódd
 • Lyfsala læknis Klaustri
 • Lyfsala læknis Vík
 • Lyfsala Vopnafjarðar
 • Lyfsalan Hólmavík
 • Lyfsalinn Glæsibæ
 • Reykjavíkur apótek
 • Rimaapótek
 • Siglufjarðarapótek
 • Urðarapótek

Verið velkomin á póstlistann okkar