image description

SAGA - Rafræn sjúkraskrá

Af hverju ætti ég að nota Sögu?
Saga er sjúkraskrárkerfi sem heldur utan um rafræna sjúkraskrá á Íslandi. Saga er eitt útbreiddasta sjúkraskrárkerfið á landinu og er notað á öllum helstu heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum landsins, fjölda einkarekinna stöðva og á nokkrum hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarheimili og einkareknar stöðvar eru í auknum mæli að kaupa Sögu, hjúkrunarheimilin vegna frábærs kerfis í meðferðarskráningu hjúkrunar og einkareknu stöðvarnar vegna rafrænu sendinganna, samtenginga við aðrar stofnanir og nú nýverið Veru.

Með góðri skráningu í Sögu er hægt að tryggja öryggi sjúklings og gefur Saga aukna yfirsýn og gott aðgengi yfir ástand, greiningu, meðferð og framvindu sjúklings. Með notkun Sögu myndast nákvæm og heildræn sjúkra- og meðferðarsaga sem auðveldar talningu og úrvinnslu gagna. Með rafrænum sendingum auðveldar Saga boðskipti innan heilbrigðisþjónustunnar og hefur slíkt m.a. gert rafrænar sendingar lyfseðla mögulegar.

Hvað gerir Saga?
Saga gefur möguleika á samræmdri, öruggri og ítarlegri skráningu heilbrigðisgagna. Í Sögu eru skráðar upplýsingar um einstaklinga, heilsufarsleg vandamál þeirra og samskipti við heilbrigðisstarfsfólk. Saga gefur góða yfirsýn yfir skráningu og vinnslu upplýsinga er varða heilsufar sjúklinga, rekstur stofnunarinnar, gæði og faglega starfsemi.

Hér má nálgast stutta lýsingu á helstu einingum sem SAGA hefur upp á að bjóða. Einnig eru tilgreind þau eyðublöð sem hægt er að senda rafrænt í þessu skjali og kynning á nýjungum sem framundan eru í kerfinu.

Í Sögu er/u ..

 • afgreiðslu- og tímabókunarkerfi sem gefur heilbrigðisstarfsfólki yfirsýn yfir verkefni dagsins
 • er hægt að senda sms áminnningu til einstaklinga sem eiga bókaðan tíma í afgreiðslu og eru með skráðan farsíma
 • er hægt að fletta upp tryggingalegri stöðu einstaklinga hjá Sjúkratryggingum Íslands þegar einstaklingar eru afgreiddir og berast greiðsluupplýsingar jafnóðum til SÍ
 • eru rafrænar sendingar eyðublaða mögulegar og er m.a. hægt að senda rafrænt lyfseðla í apótek, umsóknir um lyfjaskírteini, umsókn um hjálpartæki, vottorð, röntgen- og rannsóknarbeiðnir og svör, vefjarannsóknir til vefjarannsóknarstofu. Listi yfir öll rafræn eyðublöð Sögu er að finna hér.
 • daglegar uppfærslur á þjóðskrá
 • rafrænar sendingar atvikaskráningar til Embættis landlæknis
 • rafrænar sendingar vistunarupplýsinga til Embættis landlæknis og Tryggingastofnunar
 • skráðar bólusetningar sendar rafrænt til Sóttvarnalæknis
 • er hægt að skrá gögn beint í Slysaskrá Íslands
 • tenging við vefsvæðið heilsuvera.is þar sem notandi getur átt örugg samskipti við heilbrigðisþjónustuna og nálgast gögn sem skráð eru um hann í heilbrigðiskerfið á Íslandi. Notandi getur m.a. óskað eftir lyfjaendurnýjun í gegnum vefinn og bókað tíma hjá sinni stöð
 • hægt að nálgast sjúkragögn og ofnæmisskráningar frá öðrum stofnunum 
 • nákvæm öryggis- og aðgangsstýring sem tryggir réttan aðgang sérhvers notanda ásamt því að skjala allar breytingar og uppflettingar
 • öflugt hjúkrunarskráningarkerfi þar sem hægt er að skrá upplýsingaskrá hjúkrunar, meðferðarskráningu, framvindunótur, íhlutaskráningu, lífsmörk og mælingar og margt fleira.
 • stuðningur við greiningar og meðferðarúrræði
 • myndrænar upplýsingar sem birtast við lyfjagjöf, um það hvort eitthvað beri að varast varðandi ofnæmi eða milliverkanir við önnur lyf
 • markviss miðlun upplýsinga milli starfsstétta og bætt aðgengi að gögnum

Hvernig þjónustar TM Software mig þegar ég nota Sögu?
Þjónustuver TM Software heilbrigðislausna þjónustar viðskiptavini sína sem nota sjúkraskrárkerfið Sögu með því að svara beiðnum og spurningum viðskiptavina. Þjónustuver TM Software leiðbeinir viðskiptavinum sínum gjarnan með fjarvinnsluhugbúnaðinum Teamviewer, þar sem hægt er að yfirtaka vél þeirra og sýna þeim ákveðna virkni í Sögu og aðstoða við að leysa vandamál. Þjónustuverið sér einnig um að kenna viðskiptavinum á Sögu, halda námskeið, uppfæra, skrifa handbækur og búa til myndbönd. Í Sögu kerfinu er allsstaðar hægt að nálgast efni handbókar með því að smella á hvítt spurningamerki á bláum fleti sem staðsett er í horninu uppi hægra megin.

Hverjir nota Sögu?

Allar heilbrigðisstofnanir, sjúkrahús og heilsugæslustöðvar landsins nota Sögu. 

Eftirfarandi sérfræðistöðvar nota Sögu:

 • Augljós
 • Augnaráð
 • Augnlæknar Kringlunni
 • Augnlæknar Reykjavíkur
 • Augnlæknastofan Glæsibæ
 • Björgvin Bjarnason, heimilislæknir Domus Medica
 • Bláa lónið
 • Epidermis
 • Frumurannsókn Glæsibæ
 • Handlæknastöðin Glæsibæ
 • Heilsuvernd
 • Heimilislæknar Uppsölum
 • Heimilislæknastöðin Lágmúla
 • Heyrnar- og talmeinastöð Íslands
 • Hjartamiðstöðin
 • Húðlæknastöðin
 • Húðstofan ehf.
 • Íslensk myndgreining Orkuhúsinu
 • Ljósið
 • Læknasetrið
 • Læknastöðin Orkuhúsinu
 • Læknastöð Vesturbæjar
 • Læknavaktin
 • Ósk Ingvadóttir Læknastofur
 • Röntgen Domus
 • Sérfræðistöðin Glæsibæ
 • Sérfræðistöðin Uppsölum
 • Sjónlag
 • Útlitslækning
 • Vefjarannsóknarstofan
 • Vinnuvernd
 • Össur

Eftirfarandi dvalar- og hjúkrunarheimili nota Sögu:

 • Droplaugarstaðir
 • Hrafnista
  • Hafnarfirði
  • Hlévangi
  • Kópavogi
  • Nesvöllum
  • Reykjavík
 • Hraunbúðir
 • Ísafold
 • Lundur
 • Seljahlíð
 • Sjálfsbjargarheimilið
 • Skógarbær
 • Sóltún
 • Sólvangur
 • Öldrunarheimili Akureyrar

Nýjungar sem eru framundan í Sögu:

Unnið er stöðugt að því að þróa SÖGU áfram og það sem er m.a. framundan í SÖGU er nýtt sértækt skráningarviðmót fagstétta (Klínisk skráning) sem kemur í stað eyðublaða fyrir flestar skráningar. 

Ný textasýn er tilbúin og kemur í útgáfu 3.1.38 af Sögu, en hún varpar gögnum úr öllum einingum í SÖGU í tímaröð og í textasýninni er dýnamísk leit.  

Forsíða starfsmanns er einnig í þróun og er ætlað að innihalda allt starfsumhverfi notanda SÖGU.

Rafræn mæðraskrá er verkefni sem er í þróun og gengur út á að halda utan um skoðanir móður á meðgöngu og fæðingu barns og koma í staðinn fyrir pappírsskrá sem móðir hefur þurft að passa upp á sjálf á meðgöngu.  

Rafrænir undanþágulyfseðlar eru  tilbúnir fyrir útgáfu 3.1.38 í SÖGU. 

Að lokum má nefna Gagnasýn, sem verður nýtt myndrænt viðmót á fyrirfram útreiknaða tölfræði fyrir heilbrigðisstarfsmenn.

Verið velkomin á póstlistann okkar