image description

VERA - Heilsuvefur

Vera er vefsvæði þar sem almenningur getur átt í samskiptum við heilbrigðisstarfsmenn og nálgast gögn sem skráð eru um viðkomandi í heilbrigðiskerfinu á Íslandi.

Vera gerir almenningi kleift að sjá gögn úr eigin sjúkraskrá í Sögu, s.s. bólusetningar, óútleysta lyfseðla og lyfseðla sem leystir hafa verið út síðustu þrjú ár ásamt skráðum ofnæmisupplýsingum.

Almenningur getur átt í öruggum samskiptum við heilbrigðisstarfsmenn í gegnum Veru. Samskiptin í Veru milli einstaklinga og heilbrigðisstarfsmanns verða sjálfkrafa hluti af sjúkraskránni.

Í Veru er hægt að bóka tíma ef starfsmaður/heilsugæsla býður upp á það og tímabókanir eru vefbókanlegar í Sögu. Einstaklingur getur óskað eftir endurnýjum á ákveðnum lyfjum í gegnum Veru. Vera er aðgengileg með rafrænum skilríkjum á https://www.heilsuvera.is.

Verið velkomin á póstlistann okkar