image description

Sumarstarf hjá TM Software

Sumarið 2017 munum við bjóða nokkrum háskólanemum á 2. ári í tölvunarfræði og/eða öðrum tæknigreinum á háskólastigi sumarstarf hjá TM Software. 

Starfið býðst á tímabilinu 15. maí - 15. ágúst eða samkvæmt samkomulagi. 

Möguleiki er á áframhaldandi vinnu með námi að því loknu.

Af hverju ættu háskólanemar að sækja um sumarstarf hjá TM Software?

 • Ef þú vilt vinna við krefjandi en jafnframt spennandi og fjölbreytt verkefni með hæfileikaríkum og skemmtilegum samstarfsfélögum þá átt þú heima hjá okkur.
 • Við bjóðum þér að kynnast því fremsta í vef- og hugbúnaðarþróun í dag. 
 • Þú munt fá tækifæri til að kynnast verkefnum viðskiptavina okkar og vinna að nýsköpun og vöruþróun hjá TM Software.
 • Við hvetjum bæði stelpur og stráka til að sækja um hjá TM Software.

TM Software leggur áherslu á: 

 • Frábæran starfsanda og liðsheild.
 • Góða starfsaðstöðu.
 • Sveigjanlegan og fjölskylduvænan vinnutíma.
 • Tækifæri til að skara fram úr.
 • Virka endurmenntun í starfi.
 • Margvísleg tækifæri til starfsþróunar.
Fyrir umsækjendur
 • Vinsamlega sækið um starfið með því að fylla út formið hér fyrir neðan.
 • Mikilvægt er að skila inn greinagóðri starfsferilsskrá þar sem fram koma upplýsingar um reynslu og framvindu í námi. 
 • Þegar sótt er um starf hjá TM Software getur það hjálpað umsókninni að láta fylgja með dæmi um vefsíður og/eða hugbúnað sem umsækjandi hefur unnið.
 • Umsóknarfrestur er til 15. mars 2017.
 • Öllum umsóknum verður svarað fyrir 24. apríl 2017.

Umsókn

* Vinsamlega skráðu fullt nafn
* Vinsamlega skráðu kennitölu Kennitalan er ekki rétt skráð
* Vinsamlega skráðu GSM númer GSM er ekki rétt skráð
* Vinsamlega skráðu heimilisfang
* Vinsamlega skráðu póstnúmer
* Vinsamlega skráðu menntun
* Vinsamlega skráðu starfsreynslu
93017

Verið velkomin á póstlistann okkar