image description
image description

SAGA - Rafræn sjúkraskrá

SAGA er sjúkraskrárkerfi sem heldur utan um rafræna sjúkraskrá á Íslandi. SAGA er eitt útbreiddasta sjúkraskrárkerfið á landinu og er notað á öllum helstu heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum landsins, fjölda einkarekinna stöðva og á nokkrum hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarheimili og einkareknar stöðvar eru í auknum mæli að kaupa SÖGU, hjúkrunarheimilin vegna frábærs kerfis í meðferðarskráningu hjúkrunar og einkareknu stöðvarnar vegna rafrænu sendinganna, samtenginga við aðrar stofnanir og nú nýverið Veru.

Með góðri skráningu í SÖGU er hægt að tryggja öryggi sjúklings og gefur SAGA aukna yfirsýn og gott aðgengi yfir ástand, greiningu, meðferð og framvindu sjúklings. Með notkun SÖGU myndast nákvæm og heildræn sjúkra- og meðferðarsaga sem auðveldar talningu og úrvinnslu gagna. Með rafrænum sendingum auðveldar SAGA boðskipti innan heilbrigðisþjónustunnar og hefur slíkt m.a. gert rafrænar sendingar lyfseðla mögulegar.

Nánar
image description

Hekla - Heilbrigðisnet

Hekla er lokað rafrænt samskiptanet til sendinga á heilbrigðisgögnum á milli aðila innan heilbrigðiskerfisins. Mikið hagræði er af rafrænum sendingum á heilbrigðisgögnum yfir Heklu, þær auka öryggi sjúklinga, bæta þjónustuna og spara tíma og fjármuni.

Nánar
image description

Medicor - Lyfjaafgreiðsla

Medicor er alhliða lyfjaafgreiðslukerfi fyrir apótek. Auk hefðbundinna lyfjaafgreiðslu tekur Medicor á móti rafrænum lyfseðlum og sendir upplýsingar um afgreidda lyfseðla til Tryggingastofnunnar. Medicor hefur verið í notkun hjá fjölmörgum apótekum á Íslandi.

Nánar
image description

Askja - Tölfræði og skýrslur

Askja er kerfi til að vinna tölfræði og skýrslur úr Sögu. Boðið er upp á skýrslur og aðgang í Excel með notkun gagnateninga eða kubba sem hægt er að snúa á ýmsa vegu.

Nánar
image description

Vera- Heilsuvefur

Vera er vefsvæði þar sem almenningur getur átt í samskipum við heilbrigðisstarfsmenn og nálgast gögn sem skráð eru um viðkomandi í heilbrigðiskerfið á Íslandi.

Nánar

Verið velkomin á póstlistann okkar