TM Software

Fólkið

Hópur í M16Meginástæða góðs árangurs TM Software liggur í hæfileikaríku starfsfólki. Lögð er áhersla á að fá til starfa hjá fyrirtækinu hæft og vel menntað starfsfólk og flestir starfsmenn TM Software hafa lokið framhaldsmenntun á háskólastigi eða annarri sérhæfðari menntun.

TM Software leggur áherslu á að velja til hvers verkefnis sterkasta hóp fólks sem völ er á.  Fyrirtækið telur í heild sinni um 100 starfsmenn með afar fjölbreytta þekkingu og reynslu og getur því myndað afar sterkan hóp fyrir verkefni sem fyrirtækið tekur að sér. Til að gera fyrirtækinu kleift að velja saman verkhópa með þessum hætti hefur verið þróað sveigjanlegt verklag sem styður við þetta fyrirkomulag og hefur skilað viðskiptavinum fyrirtækisins góðum árangri.

TM Software hefur lagt áherslu á að beita virkri þekkingarstjórnun innan fyrirtækisins.  Í niðurstöðum vinnustaðakannana kemur fram starfsánægja starfsmanna, góður starfsandi innan fyrirtækisins og að starfsmenn líti á sig sem hluta af fyrirtækinu.  Þjónustukannanir sem framkvæmdar hafa verið sýna að viðhorf starfsmanna smitast út í verkefnin sem við vinnum fyrir viðskiptavini.