TM Software

Ráðgjöf

Greining og ráðgjöf

Ráðgjafaþjónusta TM Software byggir á áralangri reynslu af þróun og viðhaldi fjölbreyttra hugbúnaðarlausna. Reynslan og þekkingin sem hefur skapast gerir okkur kleift að framkvæma nákvæmar úttektir á fyrirliggjandi kerfum og eða greiningar fyrir nýjar lausnir með það markmið að finna hagkvæmustu leiðina.

Við einblínum á að skilja sýn og þarfir viðskiptavinarins með þær áskoranir í huga sem hann þarf að takast á við.  Með þessu móti getum við komið með lausnamengi sem eru sveigjanleg og hægt er að byggja upp yfir tíma, innan þeirra áætlunar sem viðskiptavinurinn hefur sett sér.

Við vinnum því mjög þétt með okkar viðskiptavinum í því að finna lausnir sem skila sem mestu til viðskiptavinarins á sem stystum tíma og mæla árangur af þeirri vinnu.

Agile og Scrum ráðgjöf

TM Software hefur nýtt Agile aðferðafræði við verkefnastjórn, þróun og framleiðslu hugbúnaðarverkefna um árabil. Við höfum víðtæka þekkingu á Scrum og Kanban fyrirkomulagi og hjá okkur starfa hátt á annan tug verkefnaleiðtoga, bæði vottaðir Scrum Masters og Scrum Product Owners.

Við bjóðum upp á ráðgjöf við innleiðingu á Agile aðferðum og aðstoðum við innleiðingu á Agile verkefna- og þróunartólum í samstarfi við samstarfsaðila okkar hjá Atlassian.

Kennsla og þjálfun

Við viljum tryggja að viðskiptavinir okkar fái sem mest út úr fjárfestingum sínum í lausnum og hugbúnaði sem við innleiðum fyrir viðskiptavini okkar. Við vitum að það skiptir ekki máli hversu öflug tæknin er ef notandinn hefur ekki þekkingu til að nýta sér möguleika viðkomandi lausna. Auknar fjárfestingar í upplýsingatækni og stöðugt flóknari hugbúnaðarkerfi gera kröfu um markvissa og skilvirka þjálfun notenda. Þess vegna bjóðum við upp á þjálfun og námskeið á flestum sviðum upplýsingatækninnar hvort sem það snýr að okkar eigin lausnum eða öðrum sviðum.

Námskeið

Reyndir leiðbeinendur og ráðgjafar með yfirgripsmikla þekkingu á hugbúnaðarlausnum og þeim sérsviðum sem við störfum á tryggja að þátttakendur fá bestu þjálfun sem völ er á hverju sinni. Námskeið okkar geta einnig verið sérsniðin að þörfum einstaka viðskiptavina.