Efnilegar lausnir á Ofurhetjudögum TM Software

06.11. 12Soffía Kristín Þórðardóttir

Ofurhetjudagar TM Software 2012 fóru fram þann 1. og 2. nóvember s.l. en þeir ganga út á  að starfsfólk vinnur í hópum að spennandi hugmyndum og nýjungum í sólarhring.

Tilgangur Ofurhetjudagana er að skapa góða stemmningu meðal starfsfólks í upphafi vetrar, töfra fram skemmtileg verkefni, skapa töff stöff og læra eitthvað nýtt en umfram allt að hafa gaman að því sem við gerum best.

Að þessu sinni var unnið í sex hópum að metnaðarfullum verkefnum sem öll eiga möguleika á að verða hluti af lausnaframboði TM Software í framtíðinni.

Verkefnin voru:

  • Tímabókanir á netinu í VYRE Unify
  • Facebook leikjakerfi í VYRE Unify
  • Ferðaþjónustubókanir í WebMaster
  • Google Analytics URL builder fyrir íslenskan markað
  • Jin/Jout - viðverukerfi fyrir JIRA
  • Tempo Pinboard fyrir GreenHopper/JIRA

Að þessu sinni voru það Viðar og Björn Orri með Tempo Pinboard verkefnið sem stóðu uppi sem sigurvegarar en lausnin gengur út á bjóða upp á einfalda fíltera á stóra backlogga í Agile board í JIRA. Lausnin er þróuð ofan á GreenHopper REST API með Ajax fyrirspurnum.

Ofurhetjudagarnir eru mikilvægur þáttur í starfsmannastefnu TM Software um að styðja við sköpunargleði í vinnunni og veita starfsfólki tækifæri til að vinna að sínum eigin hugmyndum.

Ef þú telur þig hafa þá hæfileika sem þarf til að verða partur af ofurhetjuteymi TM Software þá hvetjum við þig til að kíkja á hvað við höfum upp á að bjóða og senda okkur CV.

Verið velkomin á póstlistann okkar