image description

Mannauður

Verðmæti TM Software byggir ekki síst á þekkingu og reynslu starfsmanna enda er lögð áhersla á framsækna starfsmannastefnu byggða á gildum og markmiðum félagsins.

TM Software leitast við að bjóða starfsmönnum góða og örugga vinnuaðstöðu, stuðla að góðum starfsanda og tryggja jafnrétti við ráðningu og framgang í starfi. Frumkvæði, ábyrgðartilfinning, samskiptahæfni og vilji til að ná árangri eru þættir sem við metum mikils. Starfsmenn TM Software hafa alla möguleika til að vaxa í starfi innan félagsins og auka hæfni sína og þekkingu.

Mikilvægir þættir í starfsmannastefnu okkar:

  • Góður starfsandi og starfsaðstaða
  • Áhugaverð og krefjandi verkefni
  • Öflugt starfsmannafélag
  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Símenntun í starfi sem er á ábyrgð beggja aðila, starfsmanns og félagsins
  • Endurgjöf á frammistöðu og vönduð starfsmannasamtöl
  • Aðstaða og aðstoð til líkams- og heilsuræktar

TM Software leggur áherslu á sjálfstæð vinnubrögð og svigrúm til ákvarðanatöku, markmiðasetningar og ábyrgð vegna daglegra starfa og verkefna. Starfsmenn eru hvattir til faglegra vinnubragða sem miða að því að veita viðskiptavinum bestu fáanlegu ráðgjöf og þjónustu.

Þetta hefur skilað félaginu framúrskarandi hugbúnaðarlausnum og verkefnum. TM Software hefur ávallt verið í fararbroddi varðandi nýja tækni og aðferðir. Menntunarstig starfsmanna er hátt og hafa flestir háskólamenntun eða menntun á háskólastigi auk annarrar sérfræðiþekkingar.

Ef þú telur þig hafa það sem þarf þá máttu endilega skoða laus störf í boði eða senda okkur almenna starfsumsókn.

Verið velkomin á póstlistann okkar