TM Software

TM Software bjargar málunum

TM Software hefur þróað skjala- og samskiptalausnir sem byggja á SharePoint frá Microsoft. Markmiði er að auðvelda fyrirtækjum og stofnunum aðgang gögnum þar sem gæði og skipulagi er betra og markvissara. Það skiptir miklu máli að hafa aðgang að réttum gögnum

  • Hvar sem er
  • Hvenær sem er

Um tvær lausnir er að ræða:

Contracts2Share og Projects2Share.

Contracts2Share er öflug lausn sem auðveldar utanumhald á samningum ásamt því að halda fullu öryggi á einstökum skjölum tengdum þeim. Lausnin veitir ítarlegt yfirlit yfir alla samninga, upplýsingar um þá svo sem stöðu, ábyrgðarmenn og gildistíma auk þess að tryggja rýni, öryggi og líftíma allra skjala tengt samningum.  TM Software Contracts2Share veitir starfsmönnum beinan aðgang að vinnusvæði hvers samnings.

Dæmi um upplýsingar sem skrá má fyrir hvert samningssvæði eru:

  • Heiti samnings og lýsing
  • Ábyrgðarmaður samnngs
  • Upphafs- og endadagsetningar
  • Staða samnings

Auðvelt er að bæta við annarskonar upplýsingum tengt samningum.

Projects2Share verkefnagáttin veitir þátttakendum verkefna aðgang að ýmsum upplýsingum um verkefni, stöðu þeirra og vinnusvæðum. Hvert verkefni er útfært í sérstökum verkefnavef þar sem haldið er utan um öll skjöl þess, tengiliði, vörður og fleira.

Dæmi um upplýsingar sem skrá má fyrir hvert verkefni eru:

  • Nafn verkefnis og stutt lýsing
  • Verkefnisstjóri og þátttakendur í verkefnum
  • Upphafs- og endadagsetningar ásamt stöðu

Stór hluti af stjórnun verkefnis er stjórnun efnis, þ.e. skjala og annarra upplýsinga sem til falla á tíma verkefnisins. Project2Share má setja upp útgáfustýringar á efni sem og rafræna ferla fyrir t.d. rýni og samþykktir.

 

 

Tengdar vörur